Pierre-Emmanuel
Uppbyggjandi upplifanir: að lesa íslenskar bækur á Jakobsveginum Uppbyggjandi upplifanir: að lesa íslenskar bækur á Jakobsveginum Þetta er fyrsta greinin í nýrri seríu, « Uppbyggjandi upplifanir », sem stefnir á að hvetja fólk til að læra íslensku. Það getur tekið langan tíma og verið erfitt og stundum þreytandi að læra íslensku (eða hverskonar tungumál) en það er líka uppbyggjandi verkefni. Þegar ég var að ganga Jakobsveginn í sumar átti ég mikinn tíma fyrir sjálfan mig á kvöldum. Eftir að hafa gengið 30 kílómetra, fundið ódýrt farfuglaheimili, farið í sturtu of keypt nesti í nálægri búð var ég oft uppgefinn. Í stað þess að fara niður á strönd eða labba í borginni fór ég bara í rúmið með snjallsímann minn til að lesa íslenskar rafbækur sem ég hafði keypt hjá Forlaginu. Mér tókst að lesa þrjár íslenskar bækur : Indjánann, Sjóræningjann og Við Jóhanna. Bækurnar voru meðal þeirra bestu sem ég hef í langan tíma lesið – og ég les mikið. Það var æðislegt að kafa í íslenska menninga og læra meira um Íslendinga sem hafa haft mikil áhrif á þjóðfélaginu: Jón Gnarr, frægasti grínasti Íslands sem varð borgarstjóri Reykjavíkur eftir hrunið, og Jóhanna Sigurðardóttir, sem er vel þekkt stjórnmálakona og femínisti sem varð fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingurinn til að verða forsætisráðherra á heimsvísu.Indjáninn Ævisögurnar voru spennandi og stíll höfundanna alls ekki tilgerðarlegur. Mér fannst ég vera mjög nærri höfundunum – ég varð svolítið þunglyndur þegar þeim leið illa og ég gat ekki forðast að brosa þegar þeir hrósuðu sigri. Það var mjög merkilegt að sjá hvernig íslenska þjóðfélagið hefur þróast í gegnum árin. Núna veit ég hvernig samkynhneigð var séð á Íslandi á 9. áratugnum, hvernig það var að ælast upp í fátæku hverfi Reykjavíkur á 9. og 10. áratugnum, hvernig Íslendingar uppgötvuðu heimann smám saman, o.s.fv. Og bækurnar hafa ekki ennþá verið þýddar…
Jul 2, 2014 3:56 PM
Corrections · 2

Uppbyggjandi upplifanir: að lesa íslenskar bækur á Jakobsveginum

Uppbyggjandi upplifanir: að lesa íslenskar bækur á Jakobsveginum

Þetta er fyrsta greinin í nýrri seríu, « Uppbyggjandi upplifanir », sem stefnir á að hvetja fólk til að læra íslensku. Það getur tekið langan tíma og verið erfitt og stundum þreytandi að læra íslensku (eða önnur tungumál) en það er líka uppbyggjandi verkefni.

Þegar ég var að ganga Jakobsveginn í sumar átti ég mikinn tíma fyrir sjálfan mig á kvöldin. Eftir að hafa gengið 30 kílómetra, fann ég ódýrt farfuglaheimili, fór í sturtu og keypti nesti í nálægri búð því ég var oft uppgefinn. Í stað þess að fara niður á strönd eða labba í borginni fór ég bara í rúmið með snjallsímanum mínum til að lesa íslenskar rafbækur sem ég hafði keypt hjá Forlaginu. Mér tókst að lesa þrjár íslenskar bækur : Indjánann, Sjóræningjann og Við Jóhanna. Bækurnar voru meðal þeirra bestu sem ég hef í langan tíma lesið – og ég les mikið. (ég hef lesið í langan tíma, það er hægt að segja hitt, en persónulega finnst mér þetta hljóma betur) 

Það var æðislegt að kafa í íslenska menningu og læra meira um Íslendinga sem hafa haft mikil áhrif á þjóðfélagið: Jón Gnarr, frægasti grínisti Íslands sem varð borgarstjóri Reykjavíkur eftir hrunið, og Jóhanna Sigurðardóttir, sem er vel þekkt stjórnmálakona og femínisti sem varð fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingurinn til að verða forsætisráðherra á heimsvísu. 

Ævisögurnar voru spennandi og stíll höfundanna alls ekki tilgerðarlegur. Mér fannst ég vera mjög náinn höfundunum – ég varð svolítið þunglyndur þegar þeim leið illa og ég gat ekki forðast að brosa þegar þeir hrósuðu sigri. Það var mjög merkilegt að sjá hvernig íslenska þjóðfélagið hefur þróast í gegnum árin. Núna veit ég hvernig var horft á samkynhneigð á Íslandi á 9. áratugnum, hvernig það var að alast upp í fátæku hverfi í Reykjavík á 9. og 10. áratugnum, hvernig Íslendingar uppgötvuðu heiminn smám saman, o.s.frv.


Og bækurnar hafa ekki ennþá verið þýddar…

 

(ef þú segir: eða hverskonar tungumál þá hljómar það eins og spurning)

Ég þekki marga útlendinga sem hafa búið á Íslandi í 10-20 á, en eru samt ekki á sama stigi og þú íslensku.

 

Frábært

Eins og sagt er á ensku : Keep up the good work :)

 

July 3, 2014
Want to progress faster?
Join this learning community and try out free exercises!